Una Torfa í jólafötunum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar. Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp […]

Jólalögin hennar mömmu

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU ..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það! Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og […]

Tröllkonan og töfraeyjan | Fjölskyldustundir á laugardögum

Tröllkonan og töfraeyjan er frumsamin saga ásamt tónlist eftir Stundaróm. Sagan er byggð á þjóðsögunum Soria Moria slott og Álarnir eru djúpir og fylgir tröllkonunni Ásgerði á ferðalagi sínu um töfraeyju þar sem tvær drottningar og konungur ráða ríkjum. Eyjan er við það að deyja, vegna þess að drottningarnar og konungurinn koma illa fram við […]

Dear Carolyn | Menning á miðvikudögum

Nærandi menningarstund í hádeginu Dear Carolyner sviðsett sendibréf til Carolyn Chen tónskálds og vinkonu höfundar og flytjanda, Berglindar Maríu Tómasdóttur. Í verkinu fléttast saman hugleiðingar um minni og minningar settar fram í tali, tónum og myndum.  Dear Carolyn  er rúmur hálftími að lengd.  ————— Dear Carolynis a staged letter addressed to the composer Carolyn Chen, a […]

Með vaxandi styrk | Menning á miðvikudögum

Nærandi menningarstund í hádeginu Einar Stefánsson, bass-barítón er einn af okkar ungu og upprennandi söngvurum sem er um þessar mundir að kveða sér hljóðs í söngheiminum hér heima og erlendis með vaxandi styrk. Hann kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi þann 22. október ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara og flytja þau fjölbreytta efnisskrá […]

Komdu í Kópavog

Við bjóðum öll velkomin á opið hús menningarhúsanna.Eva Ruza ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna fer yfir dagskrá vetrarins og við fáum að sjá brot af því besta. Smiðjur, tónlist, happdrætti, ratleikur og veitingar í boði. Dagskrá: SALURINN1330-1430 Kynning á vetrardagskrá Menningarhúsanna með Evu Ruza1430 Bæjarlistamaðurinn Sigríður Beinteinsdóttir tekur lagið ÚTIkl 13 Skólahljómsveit KópavogsKl 13-15 MEMMM leikjasmiðjakl 15 […]

Dúó Freyja – Útgáfutónleikar

Dúó Freyja heldur útgáfutónleika með nýrri plötu laugardaginn 27.9. 2025 kl. 13:30. Dúó Freyju skipa mæðgurnar Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á þessum tónleikum flytja þær fjögur ný íslensk verk sem samin voru fyrir þær, ásamt hinum vinsælu Madrigölum eftir Bohuslav Martinu. Fyrri diskur Dúó Freyju kom út í tilefni af sextugsafmæli […]

Vaka þjóðlistahátíð 2025

VAKA þjóðlistahátíð 2025 fagnar lifandi hefðum dagana 15. – 21. september með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á VÖKU 2025 verður í boði að hlýða á marga helstu kvæðamenn Íslands, fræðast og njóta þjóðlagatónlistar frá Íslandi og Noregi, kynna sér nýútgefin íslensk dans- og sönglög frá 19. öld, kynna sér íslenskt handverk fyrri alda sem […]

Tónaflóð með Völu Sólrúnu

Hvað er tónheilun? Allt í alheiminum er búið til úr titringi sem er einhver ákveðin tíðni. Tónheilunar hljóðfæri framkalla titring eða hljóðbylgjur sem eru í sömu tíðni og alheimsorkan og þannig tengjumst við alheimsorkunni og færum hana inn í líkamann. Þegar hljóðtíðnin flæðir í gegnum líkama okkar þá veldur hún því að frumurnar fara á hreyfingu. Hljómurinn fer inn í frumur okkar, kemur jafnvægi á þær og endurnýjar þær. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hljóð hefur bein áhrif á líkamann, bæði andlega og líkamlega, Vala Sólrún Gestsdóttir Vala býr að menntun í tónlist sem víóluleikari […]

VAKA þjóðlistahátíð – Barnarímnatónleikar

Skólakór Kársness Kórinn flytur ýmsar vísur við rímnalög í fallegum útsetningum, þ.á.m. Þýtur í stráum sem Sigurður Rúnar Jónssson útsetti fyrir kórinn árið 2000. Kórinn er ekki bara þekktasti barnakór Kópavogs heldur einnig einn þekktasti barnakór landsins. Hann hóf göngu sína á haustdögum 1975, var Þórunn Björnsdóttir stofnandi hans og stjórnaði honum í marga áratugi. […]

Vegar & Vegard | Ragga Gröndal Trad Squad

Á VÖKU þjóðlistahátíð stýrir Ragga Gröndal tónlistarkona einvalaliði fjölskrúðugra og fjölhæfra tónlistarmanna, en með henni koma fram þau Unnur Birna Björnsdóttir söngkona og fiðluleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Kvartettinn hrærir í íslenskum þjóðlagaarfi og reiðir m.a. fram þjóðlög, tvísöngva og frumsamið þjóðlagaskotið efni í ferskum búningi. Tveir af fremstu þjóðlagatónlistarmönnum Noregs, Vegar […]

Vaka þjóðlistarhátíð – Rímnafögnuður

VAKA þjóðlistahátíð: Opnunartónleikar 15. september Úrvalskvæðamenn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni koma fram á þessum opnunartónleikum VÖKU þjóðlistahátíðar. Þau munu kveða vísur úr nýjum rímum og fornum. Meðal annars verða frumfluttir tveir nýir rímnaflokkar. Rímnalögin sem hljóma koma aðallega úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar en einnig úr ýmsum áttum. Ásta Sigríður Arnardóttir kveður vel valdar fallegar vísur úr […]