Ég man þá tíð

Örn Árnason og Jónas Þórir flytja lög Sigfúsar Halldórssonar.
Síðdegisjazz með Olli Soikkeli og Birgi Steini

Hrífandi tónleikar með tveimur frábærum jazztónlistarmönnum
Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Hugleiðsla fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum felllur hugleiðslan niður. Við þökkum fyrir frábærar móttökur og áhugann sem þið hafið sýnt. Framhald á viðburðarröðinni er í skoðun.
Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir í fordyri Salarins. „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun (og jákvæð inngrip). Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og eiga stund út af fyrir sig. Hver tími er 30 mín og það er frítt inn. […]
Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir á aðalsafni Bókasafns Kópavogs á föstudögum en þessa vikuna verðum við í Salnum vegna lokana á bókasafninu vegna framkvæmda. „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun (og jákvæð inngrip). Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og […]
Vorið í Salnum

Ljóð og skrif um ljóð

Lifandi vettvangur fyrir ljóðlist að fornu og nýju
Layali Fairuz | Nætur Fairuz

Líbanska söngkonan Fairuz er dýrkuð og dáð víða um heim og hefur hrifið hjörtu margra kynslóða í Miðausturlöndum með ljóðrænum textum og tímalausum melódíum. Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem hrífandi tónlist Fairuz hljómar í flutningi einvala hóps tónlistarfólks og gestasöngvara en hljómsveitina skipa Thabit Lakh, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Alexandra […]
contemporary piano currents

Myrkir músíkdagar Junko Yamamoto og Oliver Frick Verk fyrir píanó og rafhljóð eftir Kolbein Bjarnason, Olga Neuwirth, Oliver Sascha Frick, Kaija Saariaho og Yamamoto/Frick. contemporary piano currents presents works for piano and electronics by Kolbeinn Bjarnason, Olga Neuwirth, Kaija Saariaho and works by the performers themselvesOliver Sascha Frick and Junko Yamamoto in a very special […]
Jelena Ciric

Undurfallegir hádegistónleikar með söngkonunni og söngvaskáldinu Jelenu Ciric sem kemur fram ásamt Karli Pestka á víólu og Margréti Arnardóttur á harmonikku. Jelena hefur heillað áheyrendur víða með sinni mögnuðu söngrödd, hlýjum og djúpum lagasmíðum og einstökum hæfileikum til að miðla sögum. Í tónlist hennar má greina áhrif úr ólíkum áttum, meðal annars frá Serbíu, þar […]
Nýtt upphaf

Spennandi spunatónleikar með Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni.