Jóladraumur í Salnum

Söngvararnir:Jóhann SigurðarsonÍris Lind VerudóttirHansaEdgar Smári ásamt föngulegum hópi hljóðfæraleikara, ætla að flytja jóladagskrá er ber yfirskriftina JÓLADRAUMUR í Salnum Kópavogi, sunnudaginn 10. desember n.k. Þar verður nýútgefinni jólatónlist úr smiðju Guðmundar Jónssonar gert skil með textum undir áhrifum frá jólasögunni frægu, Christmas Carol eftir Charles Dickens. Einnig verða teknir til kostanna sígildir og vinsælir jólasmelli […]

Tónlistarsmiðja með Axel Inga Árnasyni

Sköpum saman í notalegri stund þar sem Axel Ingi kynnir fyrir krökkum og foreldrum grunninn í lagasmíðum. Krakkarnir fá að spreyta sig á að semja laglínur og texta um málefni sem eru þeim hugleikin auk þess sem farið verður í skemmtilegar taktæfingar og aðra leiki Krakkar á aldrinum 4 – 8 ára eru hjartanlega velkomnir […]

Söngkvartett og sveppaljóð

Kammerkvartettinn syngur glæný Sveppaljóð úr smiðju Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Melkorku Ólafsdóttur sem gefin verða út nú í haust. Auk Sveppaljóðanna, flytur kvartettinn nýlega söngkvartetta eftir Helga R. Ingvarsson og Ásbjörgu Jónsdóttur. Tónleikarnir eru á dagskrá Óperudaga 2023 og liður í röðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur er […]

Langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni

Hjartanlega velkomin í langspilssmiðju með Eyjólfi Eyjólfssyni, tónlistarmanni og sérlegum velgjörðarmanni íslenska langspilsins. Í smiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum flutt við […]

Kafka fragments

Meistaraverkið Kafka Fragments (1985-6) eftir ungverska tónskáldið György Kurtág er óvenjulegt og nýstárlegt í tónmáli og efnistökum og hefur einungis einu sinni verið flutt hér á landi, enda afar krefjandi fyrir flytjendur. Verkið er sérstakt fyrir margar sakir og er eitt fárra verka sem samin hafa verið fyrir sópran og fiðlu og án efa það […]

Jóla Ella

Jólatónleikar til Heiðurs Ellu Fitzgerald

Sólótónleikar með Benna Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm hefur gert víðreist með hljómsveit sinni undanfarið og gefið út meiri tónlist en nokkru sinni fyrr á sínum tuttugu ára ferli. Miðvikudaginn 22. nóvember gefst tækifæri til að sjá Benna Hemm Hemm einan á sviði í Salnum í Kópavogi þar sem hann mun flytja lög sín í sinni einföldustu mynd, vopnaður gítar […]

Mandólín | Útgáfutónleikar

Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með fjörugum laugardagstónleikum í Salnum. Á efnisskrá er skemmtitónlist í bland við tregatóna frá ólíkum heimshornum. Finnskur og argentínskur tangó, líbönsk danssveifla, klezmerfjör og balkanmúsík og sígrænar ballöður, sumar í sérstökum tyllidagabúningi í tilefni dagsins. Hljómsveitin Mandólín var stofnuð í garðskála í Kópavogi árið 2014 og hefur starfað […]

Jól & næs

Jónas Sig, Ragga Gísla, Hildur Vala, Jón Ólafs og Ingibjörg Turchi Í fyrra kom þessi frábæri hópur tónlistarfólks saman og flutti uppáhalds jólalögin fyrir tónleikagesti.   Þau koma úr ýmsum áttum og prógrammið er því æði fjölbreytt og jafnvel ófyrirsjáanlegt! Upplifðu næs jólastund með frábæru tónlistarfólki við bestu aðstæður. Jól & næs!