Púlsinn | Amor Vincit Omnia & Woolly Kind

Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð sem verður haldin í Salnum, Kópavogi í vor. Markmið Púlsins er að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri að koma fram á tónleikum í einum fallegasta tónleikasal landsins en jafnframt gefa þeim verkfæri og tól til þess að vinna í tónlistarferli sínum. Fyrstu tónleikarnir fara fram 26.mars […]

Konur og barokk

Manstu þegar þú varst í sögutímum í skólanum? Manstu eftir öllum konunum sem þú lærðir um? Nei? Ekki við heldur. Það þýðir þó ekki að þessi helmingur mannkyns hafi ekki gert neitt sem er í frásögur færandi. Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, og Sævar Helgi Jóhannsson, píanóleikari, munu heiðra nokkur af minna þekktum tónskáldum barokk tímans. […]

Spectrum | Á íslenskum nótum

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt? Já!  Á vortónleikum Spectrum í Salnum verða að þessu sinni eingöngu flutt íslensk verk. Sum eru eldgömul, önnur frumflutt. Eins og venjulega leitum við fanga í ólíkum tónlistarstefnum; poppi, klassík, djassi og þjóðlögum. Öll eru lögin í metnaðarfullum og krefjandi útsetningum eftir okkar besta fólk í tónsmíðum. Í […]

Magma gítardúó

Magma gítardúó, Svanur Vilbergsson og Óskar Magnússon,  frumflytur glænýja íslenska tónlist sem hefur sérstaklega verið samin fyrir þetta þetta tilefni. Þeir félagar hafa starfað saman um árabil á einn eða annan hátt og hafa getið sér gott orð sem bæði einleikarar og kammerspilarar hérlendis og erlendis.   Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan […]

Belonging?

Belonging? returns to Salurinn after its sold-out premier show last fall. Don’t miss these award winning foreign-born comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of immigrant life in Iceland.

Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga

Allt frá árinu 2021 hefur Grétar Örvarsson staðið fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi undir heitinu Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga. Þetta er nokkurs konar tónleikaröð þar sem efnisskráin er mismunandi milli tónleika. Grétar hefur fengið þekkta söngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig í gegnum tíðina og á tónleikunum 2. maí næstkomandi munu Páll Rósinkrans […]

Gervigreind og tónlist – hvað er að gerast?

Gervigreind hefur ruðst inn í líf okkar allra á síðustu tveimur árum. Hún er nú notuð í tónlist á ýmsum sviðum og hefur skapað ýmsa möguleika en einnig vandamál sem þarf að takast á við. Spurningar um sköpun, innblástur og tjáningu koma upp, en einnig hvernig þessi nýja tækni okkar getur hjálpað við hugmyndavinnu og […]

Tom Waits – Heiðurstónleikar

Valdimar Guðmundsson, Björn Jörundur, Hildur Vala og Andrea Gylfadóttir flytja ódauðleg lög kappans. Tónlist og textar Tom Waits hafa orðið mörgum innblástur og hann á gríðarlega traustan hóp fylgismanna sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt. Tónlistin er blús-, djass- og þjóðlagaskotin og hann hefur verið óhræddur við tilraunir á löngum tónlistarferli. […]

Fever!

Jazzkonur flytja lög Peggy Lee, Julie London, Judy Garland, Rosemary Clooney og Anita O’Day

Tveir flyglar á hádegistónleikum

Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og […]

Stórtónleikar með Watachico á Safnanótt

Kristofer Rodríguez Svönuson, bæjarlistamaður Kópavogs, kynnir glænýja tónlist undir nafninu Watachico á stórtónleikum í Salnum á Safnanótt. Í tónlist sinni kannar Kristofer tónlistarhefðir Suður-Ameríku á sinn persónulega máta og bræðir inn í hljóðheim sinn. Útkoman er slagverksdrifin spunatónlist sem þræðir línuna á milli síkadelískrar latíntónlistar og sálma. Með Kristofer kemur fram stórskotalið tónlistarfólks, þau Birgir […]