Meistaraverk í smíðum – stuttmynd

Meistaraverk í smíðum Höfundar: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla EiríksdóttirLeikarar: Kristín Þorsteinsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir og Yngvi Margeirsson Full time pælari og frumkvöðull, atvinnulaus hjæukrunarfræðingur og tónlaus tónlistarkennari stofna hljómsveit með það markmið að spila í brúðkaupi. Einn bílskúr, tvær fiðlur, trommusett og draumur. Hvað gæti klikkað? Meistaraverk í smíðum er stuttmynd sem fjallar um […]
Lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi

Skapandi sumarstörf í Kópavogi halda lokahátíð í Salnum Kópavogi, fimmtudaginn 24. júlí 2025. Dagskráin stendur frá kl. 17-20 og býðst gestum að sjá afrakstur tveggja mánaða vinnu hjá listafólki sumarsins. Þetta er tuttugasta starfsár Skapandi sumarstarfa í Kópavogi og því ber að fagna! Starfið veitir ungu listafólki á aldrinum 18-26 ára tækifæri til að vinna […]
Rúnar Þór – 40 ára útgáfuafmæli

40 ára útgáfuafmæli Rúnars Þórs ásamt hljómsveit og óvæntum gestum. Hljómsveit : Þórir Úlfarsson – PíanóRúnar Vilbergsson – TrommurJóhann Ásmundsson – BassiTryggvi Hubner – Gítar Kynnir : Heimir Már Pétursson
Roof Tops flytja Bítlana

Hin gamalkunna hljómsveit Roof Tops mun leika og syngja lög hljómsveitarinnar The Beatles við íslenska texta eftir meistara íslenskrar textagerðarlistar, Þorstein Eggertsson, í Salnum 15. Október 2025. Allir tónlistarmennirnir voru eitt sinn meðlimir Roof Tops: Ari Jónsson Trommur og söngur Gunnar Guðjónsson bassaleikari Gunnar Ringsted gítarleikari og söngur Vignir Bergmann gítarleikari og söngur Guðmundur Haukur […]
Þökkum fyrir lífið …

Jón Karl Einarsson kórstjóri fagnar 75 ára afmæli og jafnframt 50 ára starfsafmæli sem kórstjóri, með tónleikum í Salnum ásamt hinum ýmsu listamönnum. Á tónleikunum verður flutt efnisskrá fjölbreyttrar tónlistar sem flestir kannast við, í nýjum búningi. Öll lög efnisskrárinnar eru flutt við texta Jóns Karls, hvort sem er frumsömdum eða þýddum. Á efnisskránni eru […]
Aftur til fortíðar – Kvikmyndasýning

Í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs til kvikmyndaveislu þar sem sýndar verða tvær myndir úr smiðju Marteins Sigurgeirssonar sem sýna Kópavog í áranna rás. Aðgangur er ókeypis en sækja þarf frímiða hér að ofan. KÓPAVOGSBÝLIÐ Kópavogsbýlið var reist á árunum 1902 – 1904 af Erlendi Zakaríassyni sem lærði steinsmíði […]
Lúllabæ – Sigga Eyrún útgáfutónleikar

Sigga Eyrún fagnar útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Í þetta sinn er um að ræða frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau hafa sungið fyrir börnin okkar og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk og verður að finna á helstu streymisveitum. Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs hafði […]
Havanablús Tómasar R.

Los Bomboneros y sus Bombasticos ásamt Mugison og GDRN
Söngvar úr norðri og suðri

Föstudaginn 26. september næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn Ketilsson halda tónleika í Salnum. Á dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Francesco Paolo Tosti og Richard Wagner. Kristinn Sigmundsson hefur haft söng að aðalstarfi síðan 1984. Fyrst hér heima, en frá árinu 1989 hefur […]
K.óla – í Salnum

K.óla (IS) er sólóverkefni Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hún hefur komið fram undir því nafni síðan 2017, bæði með hljómsveit og án. Hún hefur samið popplög og tónlist fyrir stuttmyndir og leikhús, saumað bækur, samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og gert teiknimynda myndbönd. Hún hefur einnig samið nútímalegri-klassísk verk, bæði fyrir klassísk hljóðfæri og aðra hluti […]
17. júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum. Skemmtidagskrá er bæði á Rútstúni og við Versali frá tvö til fjögur en leiktæki og hoppukastalar opna klukkan tólf. Einnig er dagskrá við Menningarhús bæjarins. Dagskrá 17. júní í Kópavogi 10.00: Kópavogsvöllur: 17.júní hlaup frjálsíþróttadeildar […]
Hennar hljómur

Fluttur verður hinn margrómaði og áhrifamikli ljóðaflokkur Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð Adalbert von Chamisso, í sviðsetningu Snæfríðar Sólar Gunnarsdóttur. Verkið er eitt af þekktustu ljóðaflokkum Schumanns og er gjarnan flutt um heim allan. Með því að sviðsetja verkið, stígum við einu skrefi nær áheyrendum og bjóðum þeim þar með að upplifa […]