25. feb 13:30

Sigling (& Stormur)

2.600 - 5.200 kr.

Ljóðræna, andhverfa, speglun

Dúplum dúó, skipað Björk Níelsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, hefur komið fram víða á undanförnum árum við frábærar undirtektir en dúóið var stofnað árið 2017.

Á þessum tónleikum býður dúettinn upp á glænýja tónlist úr ólíkum áttum,en öll eru verkin samin fyrir hljóðheim Dúplum Dúó, rödd og víólu.

Hér heyrum við Parasite eftir Sóley Stefánsdóttur með texta eftir tónskáldið sjálft.

Eftir Elínu Gunnlaugsdóttur hljómar ný tónlist við Valsa úr síðustu siglingu, ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur.

Textarnir í nýju tónverki Kolbeins Bjarnasonar eru sóttir í „Stílæfingar“ franska rithöfundarins, Raymond Queneau

Dúplum dúó var stofnað árið 2017 og leggur áherslur á nútímaljóðlist og nútímaflutning á ljóðasöng þar sem leitast er við að draga fram það hráa og viðkvæma í tónlistinni með túlkun sinni og hljóðfæraskipan.

Verk Kolbeins og Elínar eru samin með styrk frá Tónskáldasjóði RÚV og STEFs

Efnisskrá

Sóley Stefánsdóttir
Parasite
Texti eftir tónskáldið

Elín Gunnlaugsdóttir
Valsar úr síðustu siglingu
Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur

Kolbeinn Bjarnason
Nýtt verk, Það er tíminn.
Textar eftir Raymond Queneau

FRAM KOMA

Björk Níelsdóttir

Sópran

Þóra Margrét Sveinsdóttir

Víóla

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira