25. okt 12:15 – 13:00

Söngkvartett og sveppaljóð

Kammerkvartettinn syngur glæný Sveppaljóð úr smiðju Hildigunnar Rúnarsdóttur við ljóð Melkorku Ólafsdóttur sem gefin verða út nú í haust. Auk Sveppaljóðanna, flytur kvartettinn nýlega söngkvartetta eftir Helga R. Ingvarsson og Ásbjörgu Jónsdóttur.

Tónleikarnir eru á dagskrá Óperudaga 2023 og liður í röðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Kammerkvartettinn skipa:

Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Kristín Sveinsdóttir, mezzó-sópran
Eggert Reginn Kjartansson, tenór
Unnsteinn Árnason, bassi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira