17. mar 13:30

Sundur (& Saman)

2.600 - 5.200 kr.

Nýbreytni, hljómræna, lýrík

Splunkuný og ævintýralega spennandi tónlist fyrir harmonikku hljómar á þessum tónleikum. Jónas Ásgeir Ásgeirsson hefur vakið mikla eftirtekt á undanförnum árum fyrir einstök tök á harmonikkunni og ferskt og áhugavert efnisval. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistarflutning sinn og var valinn flytjandi ársins 2022 í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Hér frumflytur Jónas Ásgeir glæný verk eftir Huga Guðmundsson, Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þuríði Jónsdóttur sem öll eru samin sérstaklega fyrir einleikarann.

Hið ljóðræna og íhugula Fikta (2018) eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson sem prýðir samnefnda og rómaða plötu Jónasar Ásgeirs hljómar hér sem og taktfast og áleitið Fingerprints (2003/2023) eftir Önnu Þorvaldsdóttur, upphaflega samið fyrir sembal en hljómar í nýrri útgáfu fyrir harmonikkuna.

Að ógleymdum smellinum Radioflakes (2004) eftir Atla Ingólfsson, sem þykir eitt magnaðasta og margslungnasta harmonikkuverk seinni tíma.

Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði

Áskriftakort TÍBRÁ 2023-24

Á efnisskrá

Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Fikta (2018)

Anna Þorvaldsdóttir
Fingerprints (2002 / 2023)

Atli Ingólfsson
Radioflakes (2004)

Hugi Guðmundsson

Nýtt verk (2023)

Sóley Sigurjónsdóttir
Nýtt verk (2023)

Þuríður Jónsdóttir
Nýtt verk (2023)

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin hefst klukkan 12:30 og stendur í um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Hægt verður að kaupa og njóta ljúffengra veitinga frá veitingastaðnum Krónikunni í forsal Salarins frá klukkan 12.

FRAM KOMA

Jónas Ásgeir Ásgeirsson

Harmonikka

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira