Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Á Tíbrártónleikum dagsins munu Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja sjaldheyrða en áhrifaríka lagaflokka eftir Benjamin Britten, Þorkel Sigurbjörnsson og Maurice Ravel auk þjóðlagaútsetninga úr ýmsum áttum.