18. maí 13:30

Vistarverur

KIMA tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, mezzósópran, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason.

KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér að eigin útsetningum á þjóðlagatónlist.

Hér frumflytur hópurinn tvö spennandi verk sem bæði hverfast um persónur frá dögum Rómarveldis. Í Livias Room eftir Þuríði Jónsdóttur er það keisaraynjan Lívía Drúsilla,  fyrsta keisaraynja Rómarveldis og eiginkona Ágústusar keisara en í verki Kolbeins er það nautnaseggurinn og stríðsmaðurinn Markús Antóníus, hægri hönd Sesars og erkióvinur Ágústusar keisara. Þessar tvær ólíku persónur skapa áhugaverðar hliðstæður sem endurspegla ólíka stöðu kynjanna, bæði á tímum Rómarveldis sem og í sögubókunum. Verkin sýna þannig hvernig varpa má nýju ljósi á fornan arf sem vekur áhorfendur til umhugsunar og hvetur til frekari forvitni.

Verk Þuríðar byggir á leikverki eftir norska leikskáldið og rithöfundinn Lene Therese Teigen en textinn í verki Kolbeins er sóttur til Konstantinos Kavafis, eins helsta ljóðskálds Grikklands.

Á undan tónleikunum, klukkan 13:00, verður boðið upp á spjall um efnisskrá tónleikanna í fordyri Salarins.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.




Deildu þessum viðburði

27. apr / kl. 13:30

18. maí / kl. 13:30

Sjá meira

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira