Amor & asninn slógu í gegn

Lista- og menningarráð Kópavogs bauð eldri borgurum í Kópavogi að hlýða á Örn Árnason og Jónas Þórir flytja lög Sigfúsar Halldórssonar á þrettándanum

Það var glatt í hverjum hól á þrettándanum þegar eldri borgarar í Kópavogi flykktust í Salinn á tónleikana Amor & asninn. Tónleikarnir voru í boði Lista- og menningarráðs Kópavogs en hugmyndina að efnisskránni áttu félagarnir Örn Árnason, leikari, og Jónas Þórir, organisti og píanóleikari. Efnisskráin samanstóð af nokkrum af þekktustu sönglögum Sigfúsar Halldórssonar.

Örn Árna, sem er öllum íslendingum kunnur, söng mörg af ástsælustu lögum Sigfúsar af mikilli innlifun og natni. Á milli laga sagði hann skemmtilegar sögur af tilurð laganna og gerði þeim fjölmörgu ljóðskáldum sem Sigfús vann með í gegnum árin góð skil. Til að dýpka upplifun áhorfenda gróf Örn upp ýmsar gamlar myndir af Sigfúsi, ljóðskáldunum og umfjöllunarefnum laganna sem var varpað á tjaldið meðan hann söng. 

Jónas Þórir spilaði undir á Steinway flygilinn af sinni þekktu list. Hann þekkti Sigfús sjálfur og spilaði með honum sem ungur maður. Á tónleikunum heiðraði hann tónskáldið fallega með því að stæla takta Sigfúsar við píanóið. 

Í lok tónleika fékk Örn alla í salnum til að syngja með laginu Við eigum samleið, en eftir það tóku við mikil fagnaðarlæti. Eldri borgarar Kópavogs kvöddu því jólin með bros á vör og söng í hjarta.  

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25. apr / kl. 16:00

27. apr / kl. 12:00

28. apr / kl. 20:00

03. maí / kl. 20:00

04. maí - 25. maí / kl. 14:00

08. maí / kl. 12:15

12. maí / kl. 13:30

24. maí / kl. 20:00

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR