Söngvaskáld – Ný tónleikaröð

FORSALA HEFST 17. JÚNÍ.

Laugardaginn 17. júní hefst forsala á nýrri og spennandi tónleikaröð sem beinir kastljósinu að söngaskáldum. Tónleikagestir fá innsýn inn í aðferðir og ferli lagahöfundanna auk þess að heyra skemmtilegar sögur af tilurð þjóðþekktra laga.

Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríkra tónlistarmanna sem semja og spila sín eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi nýja tónleikaröð mun beina athygli að þessum listamönnum, varpa ljósi á margvíslegar aðferðir listamanna við lagasmíðar og gefa þjóðþekktum lögum meiri dýpt sem fylgir því að heyra sögur af tilurð þeirra.


Fyrst verður ungstirnið Una Torfa en hún mun stíga á svið föstudaginn 29. september. Una hefur komið víða fram síðan hún steig fram á sjónarsviðið. Hún hefur haldið fjölda tónleika um land allt og flutt tónlist sína í sjónvarpi. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Flækt og týnd og einmana, árið 2022 og hlaut Kraumsverðlaunin fyrir. Hún hlaut verðlaun fyrir söng ársins í flokknum popp- rokk- rapp og hipp hopp- og raftónlist á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2023.

Þann 14. október mun Unnsteinn Manuel flytja tónlist sína í nýjum búning, þar munu lög Retro Stefson heyrast í bland við önnur lög Unnsteins. Unnsteinn hefur unnið samstarfsverkefni með tónlistarfólki á borð við Aron Can, Emmsjé Gauta, FM Belfast, Hjaltalín og Hermigervil.   Unnsteinn var tilnefndur til tveggja Grímuverðlauna í ár, bæði fyrir tónlist og hljóðmynd í leikritinu Íslandsklukkan í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. 

Axel Flóvent ríður á vaðið á nýju ári. Þann 3. febrúar lifnar einstakur hljóðheimur hans við í Salnum. Þetta verður í fyrsta skipti sem tónlist hans hljómar hér á Íslandi í langan tíma en hann hefur mest spilað á meginlandi Evrópu og í Bretlandi á síðustu árum. Lög Axels hafa heyrst í fjölda sjónvarpsþátta á borð við Grey’s anatomy og Vampire diaries.

Þann 2. mars kemur Hildur fram og flytur lög sín en síðustu ár hefur Hildur rutt sér rúms sem popplagahöfundur. Bakgrunnur hennar liggur í indí-rokktónlist þar sem hún var söngkona og sellóleikari hljómsveitarinnar Rökkurró sem gaf út 3 plötur og spilaði mikið í Evrópu. Nýverið hefur hún samið töluvert fyrir sjónvarp og auglýsingar auk þess sem hún hefur kennt lagasmíðar í mörg ár.

Síðasta söngvaskáldið er Klara Elias en hún stígur á stokk 19. apríl. Tónlist hennar hefur verið flutt af popplistamönnum um allan heim auk þess sem lög hennar hafa hljómað í sjónvarpsþáttum á borð við Shameless, Selling Sunset , Love Island og Love is blind.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27. apr / kl. 12:00

28. apr / kl. 20:00

03. maí / kl. 20:00

04. maí - 25. maí / kl. 14:00

08. maí / kl. 12:15

12. maí / kl. 13:30

24. maí / kl. 20:00

14. jún / kl. 20:00

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR