Spennandi hljóðheimur lifnar við

Axel Flóvent kemur fram í Salnum 3. febrúar kl. 20:00

Axel Flóvent hefur heillað hlustendur um allan heim síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 með smáskífu sinni Forest Fires en titillag skífunnar er með yfir 70 milljón hlustanir á Spotify. Lög hans hafa heyrst í fjölda sjónvarpsþátta á borð við Grey’s anatomy og Vampire diaries. Íslenskir tónlistarunnendur hafa ekki fengið mörg tækifæri til að upplifa draumkenndan hljóðheim Axels á tónleikum en hann hefur mest spilað á meginlandi Evrópu og í Bretlandi á síðustu árum. 

Laugardaginn 3. febrúar mun Axel koma fram í Salnum, en tónleikar hans eru hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld. Hann hefur á undanförnum mánuðum unnið hörðum höndum að gerð nýrrar plötu sem kemur út í júní. Á tónleikunum ætlar hann að frumflytja plötuna í heild sinni ásamt hljómsveit. Hann mun jafnframt tala um lagasmíðar sínar, segja sögur af sköpunarferlinu og tala um það sem hann lærði af sköpun plötunnar.

Axel kveðst spenntur að fá tækifæri til að leyfa fólki að skyggnast inn í vinnuferli lagasmíða sinna. Hann segir eitt af því mest krefjandi við það að vera tónlistarmaður í dag vera markaðssetninguna. Ef Axel fengi sínu framgengt færu allir dagar í sköpun og að semja tónlist en raunveruleiki tónlistarmanna sé sá að mikill tími fari í að markaðssetningu. Það þurfi sífellt að finna nýjar og áhugaverðar leiðir til að auglýsa sig og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum.

En Axel segist elska þessa vinnu, hún bjóði upp á margt spennandi. Henn telur tónleikaferðalög vera áhugaverðan hluta af starfinu, það sé frábært að fá að ferðast um allan heim og þó að hlutfallslega fari minnstur tími í að spila er það tengingin við aðdáendur á tónleikum sem geri ferðalögin þess virði. Á ferð og flugi er hugur Axels þó oft við hljóðverið, en honum líður þar einna best: að vera þar einn að semja. Hann sækir innblástur úr ýmsum áttum og skoðar mikið ljósmyndir eða málverk til að fá hugmyndir að nýjum lagatextum. Hann hlustar einnig mikið á tónlist og leyfir henni að veita sér andagift.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 í Salnum þann 3. febrúar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

13. jún / kl. 17:00

14. jún / kl. 20:00

19. jún / kl. 20:00

20. jún / kl. 17:00

20. jún / kl. 21:00

27. jún / kl. 17:00

04. júl / kl. 17:00

11. júl / kl. 17:00

18. júl / kl. 17:00

01. nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR