21. okt 13:00

Langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni

Hjartanlega velkomin í langspilssmiðju með Eyjólfi Eyjólfssyni, tónlistarmanni og sérlegum velgjörðarmanni íslenska langspilsins.

Í smiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum flutt við langspilsleik þátttakenda.

Langspil og önnur kennslugögn verða til staðar fyrir þátttakendur smiðjunnar.

Langsspilssmiðjan er samstarfsverkefni Salarins og tónlistarhátíðarinnar Óperudagar 2023 og liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira