23. ágú 14:00 ~ 24. ágú 22:00

Queer Situtations | Alþjóðleg bókmenntahátíð

Hinsegin bókmenntir í öllum sínum margbreytileika

Queer Situations er bókmenntahátíð sem leggur áherslu á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi: Bækur höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntir sem falla út fyrir meginstrauminn. Queer Situations leggur ríka áherslu á að bjóða erlendum höfundum til landsins, til að brjóta upp og opna umræðu um hinsegin bókmenntir á Íslandi.

Á bak við hátíðina Queer Situation standa rithöfundarnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir ásamt hönnuðinum Elíasi Rúna auk hóps sjálfboðaliða. Heildardagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.

Dagskrá hátíðarinnar í Salnum í Kópavogi

FÖSTUDAGUR | 23. 08

Klukkan 14
Húsið opnar

Komið og hitið ykkur upp fyrir dagskrá dagsins. DJ Yamaho dregur fram úrvals vínylplötur í forsalnum, til að hámarka stemmninguna við þetta hátíðlega hinsegin tækifæri.

Klukkan 15
Kvikmyndir Harry Dodge

Úrval kvikmynda eftir Harry Dodge verður sýnt.

Klukkan 18:30
Kristín Ómarsdóttir | Leiklestur á leikritum

Hér gefst sjaldséð tækifæri til að hlýða á kynngimögnuð leikverk okkar eigin Kristínar Ómarsdóttur, leiklesin á sviði.

Klukkan 19:30
Ásta Fanney Sigurðardóttir | A Happening

Kannski ritjúal, kannski gjörningur, kannski tónleikar. Hver veit? Láttu þig ekki vanta.
Stemmningsleiðari: Ásta Fanney Sigurðardóttir, listamaður og skáld.

Klukkan 20:30
Madame Nielsen | Lestur og gjörningur

Madame Nielsen er einn af djörfustu listamönnum Danmerkur.
Brynja Hjálmsdóttir stýrir viðburðinum.

LAUGARDAGUR | 24.08

Klukkan 13
Húsið opnar | House opens

Komið og hitið ykkur upp fyrir dagskrá dagsins. DJ Yamaho dregur fram úrvals vínylplötur í forsalnum, til að hámarka stemmninguna við þetta hátíðlega hinsegin tækifæri.

Klukkan 14
Ia Genberg | Lestur og spjall

Ia Genberg sló í gegn með Smáatriðunum sem nú er á stuttlista Booker verðlaunanna.
Anna Gyða Sigurgísladóttir stýrir viðburðinum.

Klukkan 15:15
Langborðsumræður | forSALURINN

Langborðið er tilraun til samtals út fyrir stéttskiptingu, upphaflega hugmynd bandarísku lista- og fræðikonunnar Louis Weaver. Komið og takið þátt í spjalli, eða sitjið í ytri hring og hlustið á. Öll velkomin.

Klukkan 17:00
Harry Dodge | Lestur og spjall

Harry Dodge er myndlistarmaður og rithöfundur. Í bók sinni My Meteorite fjallar hann um allt frá eigin tilvist til eðlisfræði alheimsins. Ísold Uggadóttir stýrir viðburðinum.

Klukkan 19:00
A Happening

Kannski dans, kannski ritjúal, kannski eitthvað allt annað. Ekki missa af.
Stemmningsleiðari: Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur.

Klukkan 20:00
Maggie Nelson | Lestur og spjall

Maggie Nelson skrifar sjálfsævisögulega fræðitexta, eða fræðilegar sjálfssögur, auk ljóða og ritgerða. Bók hennar The Argonauts sló í gegn á heimsvísu, sem og ljóðabókin Bluets. Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir stýra viðburðinum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira