29. apr 13:30

Arnar Geir Halldórsson

Arnar Geir Halldórsson
B.Mus.Ed. Klassísk söng- og hljóðfærakennsla

Arnar Geir Halldórsson er fæddur í Keflavík árið 2001. Hann hóf nám í sellóleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2009 og lauk framhaldsprófi þaðan í maí 2021. Hann naut leiðsagnar Pawels Panasiuk í upphafi náms síns en síðan tók Gréta Rún Snorradóttir við sem aðalkennari hans allt til útskriftar.

Haustið 2021 hóf Arnar Geir nám í klassískum hljóðfæraleik við Listaháskóla Íslands og hefur Sigurgeir Agnarsson verið hans aðalkennari. Arnar Geir hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis og erlendis í gegnum skólagöngu sína í LHÍ og á öðrum vettvangi. Meðal annars hefur hann verið þátttakandi í sinfóníverkefnum með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hann lauk námi í klassískum hljóðfæraleik vorið 2024 frá Listaháskóla Íslands og er nú að ljúka námi í klassískri hljóðfærakennslu.

Arnar Geir hefur ástríðu fyrir klassískri tónlist og stefnir á frekara nám í sellóleik.

Flytjendur

Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó
Margrét Lára Jónsdóttir, fiðla
Katrín Karítas Viðarsdóttir, víóla
Oliver Rähni, píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27. apr / kl. 13:30

24. maí / kl. 13:00

Sjá meira