06. maí 17:30

Rut Sigurðardóttir

Rut Sigurðardóttir

B.Mus. Hljóðfæraleikur

Rut er fædd 25. janúar árið 2002. Hún hóf hljóðfæranám 3 ára í Suzuki fiðlunámi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en skipti 6 ára yfir á selló og lærði þar hjá Grétu Rún Snorradóttur til ársins 2017. Árið 2018 hóf Rut nám í Menntaskólanum í Tónlist og lauk þaðan framhalds -og burtfararprófi á selló undir handleiðslu Sigurðar Bjarka Gunnarssonar árið 2022. Að námi sínu loknu þar var ferðinni heitið í Listaháskóla Íslands þar sem hún lýkur nú Bakkalárnámi í sellóleik undir handleiðslu Sigurgeirs Agnarssonar.

Rut hefur tekið þátt í og hjálpað til við skipulagningu fjölbreyttra verkefna, þ.á.m tekið þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og spilað með Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ásamt því hefur hún spilað inn á ýmsar upptökur annarra tónlistarmanna og tvö lög í Söngvakeppni sjónvarpsins. Einnig hefur Rut tekið að sér kennslu í afleysingum, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Flytjendur

Rut Sigurðardóttir, selló

Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó

Austin Ng, fiðla

Erna Vala Arnardóttir, píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27. apr / kl. 13:30

24. maí / kl. 13:00

Sjá meira