Menning á miðvikudögum
Á þessum hádegisviðburði í Salnum sest söngkonan Diddú niður með Magnúsi Lyngdal í opið samtal um ferilinn, tónlistina og það listafólk sem hefur haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Ekki er ólíklegt að tónlistin sjálf fái að hljóma því aldrei er að vita nema Diddú taki lagið, með Helgu Bryndísi Magnúsdóttur við píanóið.
Einfaldlega klassík er ný viðburðaröð í Salnum þar sem Magnús Lyngdal, sem þekktur er fyrir tónlistarumfjöllun sína í dagblöðum og útvarpi, ræðir við óperusöngvara og klassíska hljóðfæraleikara um málefni tengd klassískri tónlist á léttan og aðgengilegan hátt.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.








