26. mar 16:00

Á þessum kyrru dægrum

Sönglög eftir Robert Schumann og Tryggva M Baldvinsson
3600 - 4500 kr.

Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Peter Máté píanóleikari munu flytja ljóðaflokkana  Á þessum kyrru dægrum eftir Tryggva M. Baldvinsson og Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann á tónleikum í Salnum sunnudaginn 26 mars. Tónleikarnir hefjast kl 16:00.

Tryggvi samdi flokkinn Á þessum kyrru dægrum á síðasta ári við nokkur ljóð eftir öndvegisskáldið Hannes Pétursson, með Kristin Sigmundsson í huga. Flokkurinn verður frumfluttur á þessum tónleikum. 

Schumann samdi Liederkreis opus 39 í maí, árið 1840, við ljóð eftir Joseph von Eichendorff.  Þetta er einn þekktasti og best heppnaði ljóðaflokkur sem um getur og inniheldur margar af fegurstu perlum Schumanns. 

Sjálfur skrifaði hann í bréfi til Clöru, unnustu sinnar: „Eichendorff-flokkurinn er rómantískasta tónlist sem ég hef samið …..“

Lista-og Menningarráð Kópavogs styrkir tónleikana.

FRAM KOMA

Kristinn Sigmundsson

Söngur

Peter Máté

Píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12. maí / kl. 13:30

24. maí / kl. 20:00

Sjá meira