26. nóv 13:00 – 17:00

Aðventuhátíð í Kópavogi

Ljós jólatrés Kópavogs verða tendruð klukkan 16:00.

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26.nóvember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð. 

Kynnir á jólatrésskemmtun er Salka Sól. Jólasveinar bregða sér í bæinn og dansa í kringum jólatréð. Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Hörðuvallaskóla flytja jólatónlist frá klukkan 15:45 en ljósin á jólatrénu verða tendruð í kringum kl. 16.

Frá klukkan 13 verður boðið upp á fjölbreytta jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum. Jólasmiðjur, jólamarkaður, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning en ókeypis er á alla viðburði í tilefni dagsins.

Tónlistaratriði í flutningi Barnakórs Smáraskóla, Flautukórs frá Tónlistarskólanum í Kópavogi,

Nánari dagskrá:

15:45-17:00 á útisvæði menningarhúsanna

  • Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Hörðuvallaskóla ásamt Sölku Sól
  • Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar tendruð. Ávarp Orra Hlöðverssonar, formanns bæjarráðs
  • Jólatrésskemmtun með Sölku Sól og jólasveinum


13:00 – 16:00 á Bókasafni Kópavogs

  • Gjafapoka- og merkimiðasmiðja með Hönnu Jónsdóttur – fyrstu hæð
  • Jólaperl – annarri hæð


13:00 – 16:00 í Gerðarsafni

  • Pólskt jólaskraut með Wiolu Ujzadowska og Klaudiu Migdał – fyrstu hæð
  • Kl. 13:30 – Samkór Kópavogs undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar
  • Kl. 15:00 – Flautukór Tónlistarskólans í Kópavogi undir stjórn Pamelu Da Sensi

    Opið á Reykjavík Roasters.


13:00 – 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs

  • Jólaskúlptúrar með Guðlín Theódórsdóttur og Kötlu Björk Gunnarsdóttur – fyrstu hæð

13:30, 14:30 og 15:30 í Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs í Huldustofu á þriðju hæð

  • Þið kannist við jólaköttinn
    Fróðleikur og sögustund


13:00-16:00 í fordyri Salarins

  • Jólamarkaður. Tau frá Tógó, Silli kokkur og varningur frá Áss styrktarfélagi
  • Gefðu okkur auga. Þátttökuverk fyrir Vetrarhátíð
  • Kl. 14:00 Barnakór Smáraskóla undir stjórn Ástu Magnúsdóttur
  • Kl. 14:30 Kvennakór Kópavogs undir stjórn Margrétar Eir
  • Kl. 15:15 Kammerkórinn
  • Möndluvagninn, heitt kakó og veitingasala

Ókeypis er á alla viðburði í tilefni dagsins.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira