30. nóv 14:00 – 17:00

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 30. nóvember. Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin verða tendruð við hátíðlega athöfn þar sem jólasveinar bregða á leik og tónlistaratriði verða frá lúðrasveit og kór.

Lifandi dagskrá verður jafnframt í menningarhúsunum á svæðinu fyrir alla fjölskylduna til að gera sér glaðan dag. Ýmsar smiðjur verða í boði, tónlistaratriði og lesið verður upp úr jóladagatali sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur skrifaði upp úr hugmyndum barna.

Öll eru hjartanlega velkomin.

Bókasafn Kópavogs
15:00-16:30 Skreytum jólatré Gloríu
15:00-16:30 Jóladýr og jólaverur – föndur
15:00-16:30 Jólagjafasmiðja 11+ – þrívíddarpennar og perluarmbönd
15:15 Jólasögustund með Eygló Jónsdóttur
16:00 Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs spila jólalög
Jólaratleikur og innpökkunarstöð á opnunartíma safnsins.

Gerðarsafn
14:00-16:00 Pólsk brúðugerð
Sýningarnar Gerður grunnsýning, Óstöðugt land og Parabóla verða opnar.

Náttúrufræðistofa
15:00-16:30 Fóðurkönglagerð fyrir fugla
Grunnsýning Náttúrufræðistofu verður opin.

Tendrun jólatrésins á útisvæði
16:30 Ýmis skemmtiatriði, svo sem kór, lúðrasveit og jólasveinar verða á vappi.
17:00 Jólaljósin tendruð

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira