Ástríða, léttleiki, átök
Hljómsveitin Tindra færir okkur dagskrá þar sem tvinnuð er saman hrífandi söng- og hjóðfæratónlist frá barokktímabilinu í bland við íslensk og erlend dægurlög. Tónlistin er flutt á barokkhljóðfæri. Viðfangsefnið er hinir mörgu tilfinningaþræðir ástarinnar, þessir þræðir tengja verkin saman. Á dagskránni eru verk eftir tónskáldin Monteverdi, Biber, Diego Oriz, Händel, Magnús Blöndal, Sigfús Halldórsson, Monnot og Trenet.
Hljómsveitina skipa þær Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir á fiðlu, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á selló og Lára Bryndís Eggertsdóttir á sembal. Hópurinn var stofnaður árið 2022 og hefur komið víða fram hérlendis við frábærar undirtektir.
Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin hefst klukkan 12:30 og stendur í um 30 mínútur.
Aðgangur á tónleikaspjallið er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Hægt verður að kaupa og njóta ljúffengra veitinga frá veitingastaðnum Krónikunni í forsal Salarins frá klukkan 12.
Dagskrá:
G.B. Pergolesi
Se tu m’ami, se sospiri
Sigfús Halldórsson
Tondeleyó
C. Monteverdi
Zefiro torna
Diego Ortiz
Recercadas
Magnús Blöndal Jóhannsson
Sveitin milli sanda
M. Monnot
Hymne a l´amour
G. F. Händel
Scherza infida, úr óperunni Ariodante
H. Biber
Mystery sonatas
G. F. Händel
Dopo notte, úr óperunni Ariodante
Charles Trenet
La mer