Sprenghlægileg sögustund um afa, ömmu, pabba, mömmu og mikilvægi húmors er heilsubrestur skellur á.
Bjarni Hafþór segir sögur á sinn einstaka hátt af heimahögum og mikilvægi húmors í veikindum og heilsuleysi. Hann segir sjúkrasögur af sjálfum sér tengt parkinson sjúdómnum og hinum ýmsu aðgerðum sem hann hefur þurft að fara í. Stórskemmtileg kvöldstund þar sem hlátur spilar stórt hlutverk.