20. mar 20:00

Carpenters NOSTALGÍA

Salurinn

Guðrún Árný Karlsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna yfir árin og stígur nú á svið með einvala liði hljóðfæraleikara undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar og syngur perlur Carpenters.
Það verður öllu til tjaldað svo lögin fá að njóta sín sem best, enda eru útsetningar og raddsetningar Carpenters systkina ekkert smáræði.
Léttleiki og ljúft yfirbragð verður einkennandi fyrir kvöldið, því Guðrún hefur hvað mest gaman af því að spjalla á léttum nótum við áhorfendur milli þess sem hún syngur af einlægni og vandvirkni sín uppáhalds Carpenters lög.

Tónlistarstjóri og píanó: Vignir Þór Stefánsson
Tréblástur og slagverk: Sigurður Flosason
Fiðla: Chrissie Telma Guðmundsdóttir
Hljómborð:Haraldur Vignir Sveinbjörnsson
Gítar: Rögnvaldur Borgþórsson
Bassi: Róbert Þórhallsson
Trommur: Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir

Raddir
Sara Grímsdóttir
Karl Friðrik Hjaltason

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira