26. jan 13:30

Ég heyri þig hugsa

Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson

Áskrifta- og miðasala á Tíbrá er hafin. Áskriftarkort á átta magnaða Tíbrártónleika kostar aðeins 18.000 krónur.


Tónlist Skúla Sverrissonar er í forgrunni þessara tónleika en Skúli á að baki magnaðan feril sem tónskáld og bassaleikari. Tónlist Skúla býr yfir tærum einfaldleika sem höfðar til breiðs hlustendahóps en nýstárleg meðhöndlun hans á hljómum, takti og laglínum gerir verkin jafnframt einstaklega bitastæð og djúp.

Hljóðheimur Skúla er stór, allt að því sinfónískur, og hentar því hlýjum og voldugum hljóðheimi Salarins einstaklega vel. Hér stígur Skúli fram ásamt tveimur af sínum nánustu samstarfsmönnum, þeim Ólöfu Arnalds og Davíð Þór Jónssyni sem bæði eru í hópi fjölhæfustu tónlistarmanna landsins.

Á undan tónleikunum, klukkan 12:30, verður boðið upp á tónleikaspjall. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.Tónleikaröðin Tíbrá hefur fest sig í sessi hjá tónlistarunnendum sem ómissandi hluti af klassískri tónlistarsenu landsins. Með Tíbrá leitast Salurinn við að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning þar sem hefðbundnum klassískum tónleikum er teflt saman við tilraunir, nýja nálgun og jafnvel ögrun við tónleikaformið. Tónleikaröðin er kjörinn vettvangur fyrir unga tónlistarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarheiminum jafnt sem reynda tónlistarmenn sem hafa gert garðinn frægan innan sem utan landsteinanna.
Við val á verkefnum er sérstaklega horft til nýsköpunar og frumlegrar nálgunar á klassískt höfundarverk.

FRAM KOMA

Skúli Sverrisson

Davíð Þór Jónsson

Ólöf Arnalds

Deildu þessum viðburði

27. apr / kl. 13:30

18. maí / kl. 13:30

Sjá meira

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira