Örn Árnason og Jónas Þórir píanóleikari snúa aftur í Salinn og renna sér nú fótskriðu í gegnum ævintýri þess að vera komnir yfir sextugt. Einnig munu þeir rifja upp skemmtileg lög eftir Sigfús Halldórsson
„Sjitt ég er sextugur” var heiti á leikverki sem þeir félagar voru með í Leikhúskjallaranum þar sem kostir þess og (smá) gallar að vera komnir á sjötugsaldurinn og munu þeir tæpa á því helsta sem þar ber fyrir augu og eyru.
„Amor og Asninn” gerði stormandi lukku í Salnum á síðasta ári en þar sungu þeir og léku sér að lögum Sigfúsar Halldórssonar og fjölluðu og spjölluðu um tilurð laganna og textanna við lögin. Fróðleikur og afþreying í senn.
Dagskrá sem hentar öllum á besta aldri.