16. feb 20:00 – 22:00

FLOTT og fyndið

AUKATÓNLEIKAR 16. FEBRÚAR KOMNIR Í SÖLU!
3.900 - 5.900 kr.

Vísnapoppbandið FLOTT minnkar poppið og stækkar vísuna og heldur nánast órafmagnaða tónleika í Salnum í Kópavogi. Vigdís Hafliða, söngkona sveitarinnar og grínisti, mun segja sögur á milli laga.

FLOTT skaust upp á stjörnuhimininn árið 2021 með laginu ‘Mér er drull’ sem var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. FLOTT var einnig valin sem Bjartasta vonin. Síðan þá hafa þær gefið út hvern smellinn á fætur öðrum en lögin hafa ýmist náð inn á vinsældarlista Rásar 2 og Bylgjunnar.

Hljómsveitin heldur ekki oft tónleika og því tilvalið að grípa tækifærið 27. janúar. Þó að FLOTT sé poppsveit verða tónleikarnir í látlausari kantinum – minna popp og meiri vísa. Vigdís Hafliða, söngkona sveitarinnar og uppistandari, mun segja sögur á milli laga, en hún hefur vakið athygli sem grínisti, meðlimur uppistandshópsins VHS og ein af handritshöfundum áramótaskaupsins 2022.

FLOTT eru Ragnhildur Veigarsdóttir á hljómborði, Sylvía Spilliaert á bassa, Eyrún Engilbertsdóttir á gítar, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommum og Vigdís Hafliðadóttir söngkona.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira