24. nóv 20:30

Helga Möller

Helga Möller í hinni sívinsælu spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar Af fingrum fram.
6200 - 6900 kr.

Helga Möller hefur um langa hríð verið með vinsælustu söngkonum landsins.
Þeir eru ótal smellirnir sem hún hefur sungið inn á plötur og dúettinn Þú og ég kemur fljótt upp í hugann. Á löngum ferli hefur hún sýnt mikla breidd og hefur sungið flestar þær tegundir popptónlistar sem við kunnum skil á; jólalög, kántrý, diskó og fleira. Sérstakur gestur hennar verður dóttirin, Elísabet Ormslev, sem gefur móður sinni lítið eftir á söngsviðinu.

Af fingrum fram er spjalltónleikaröð með Jóni Ólafssyni sem oftar en ekki nær gestum sínum á flug með söng, sögum og einstakri kvöldstund.

FRAM KOMA

Jón Ólafsson

Helga Möller

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira