JAZZ HREKKUR er tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheimar og heima hins yfirnáttúrulega óljós, álfar, huldufók og uppvakningar birtast. Það er söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið.
Tónlistin er samin af Leifi Gunnarssyni og mega tónleikagestir búast við fjörugum og fræðandi tónleikum þar sem boðið verður upp á virka þátttöku í gegnum söng, klapp og dans.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.