26. okt 15:00 – 16:00

Verið hjartanlega velkomin á ótrúlega skemmtilega hrekkjavökutónleika fyrir alla fjölskylduna.

Flutt verður spriklandi ný jazztónlist undir yfirskriftinni Jazzhrekkur en lögin fjalla um fyrirbæri sem tengjast hrekkjavöku: til dæmis drauga, nornir, afturgöngur og kóngulær! Söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson flytja afturgöngublús, draugavals og fleira draugalegt og skemmtilegt.

Tónlistin er samin af Leifi Gunnarssyni og mega tónleikagestir búast við fjörugum tónleikum þar sem boðið verður upp á virka þátttöku í gegnum söng, klapp og dans.

Það mega allir mæta í skemmtilegum hrekkjavökubúningum á tónleikana. Þeir þurfa ekki að vera flóknir; t.d. er hægt að mála könguló á kinnina eða taka með sér nornahatt. Og svo er tilvalið að æfa nornahláturinn.

Fjölskyldustundir eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogs.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira