11. júl 17:00 – 18:00

Kvartett Edgars Rugajs | Sumarjazz í Salnum

Kvartett Edgars Rugajs kemur fram á tónleikum í forsal Salarins í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum. Hljómsveitina skipa Edgars Rugajs á gítar, Nico Moreaux á bassa, Matthías M. D. Hemstock á trommur og slagverk og Guðjón Steinn Skúlason á saxófón.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar til sölu.

Edgars Rugajs er jazzgítarleikari, spunatónlistarmaður, tónskáld og kennari frá Lettlandi,. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í rúm fjögur ár og tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með tónleikahaldi, tónlistarkennslu og öðrum listrænum verkefnum en hann hefur meðal annars verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Far Out / Langt út á Egilsstöðum.

Hann hefur komið fram á tónleikum víða í Evrópu og starfað með tónlistarfólki svo sem Tuomo Uusitalo, Tomasz Dabrowski, Erik Lunde Michaelsen, Arte Jekabsone og Andrési Þór Gunnlaugssyni.

Edgars Rugajs sækir í jazzhefðir og frjálsan spuna í tónlist sinni.

Sumarjazz í Salnum sumarið 2024

13. júní: Bogomil Font og hljómsveit
20. júní: Ingibjörg Turchi og hljómsveit
27. júní: MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar
4. júlí: Tríó Kristjönu Stefánsdóttur
11. júlí: Kvartett Edgars Rugajs
18. júlí: Los Bomboneros

Sumarjazz í Salnum er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira