19. feb 13:30

Mitt er þitt

Framúrskarandi tónlistarfólk flytur vel valin íslensk einsöngslög.
3.950 - 5.300 kr.

Ár íslenska einsönglagsins fór vel af stað síðasta haust og nú er komið að 2. tónleikum ársins. Það verður sannkölluð veisla í flutningi fjögurra söngvara og tveggja píanóleikara. Flutt verða ekki bara perlur tónbókmenntanna eins og Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns, Síðasti dansinn eftir Karl O. Runólfsson og Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson heldur einnig sönglög eftir núlifandi tónskáld eins og Tryggva Má Baldvinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Oliver Kentish og þjóðlagaútsetning eftir Snorra Sigfús Birgisson.

Boðið er upp á nýstárlegan tónleikatíma: sunnudaga kl. 13.30.

Ár íslenska einsöngslagsins

Tónleikaröð þessi er hjartfólgið verkefni Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara og tónlistarfrömuðar sem hefur átt einstakan þátt í íslensku tónlistarlífi síðastliðna áratugi. Hann er þekktur fyrir píanóleik sinn bæði sem einleikari og meðleikari. Íslenska einsönglagið hefur verið Jónasi sérstaklega hugleikið og er starf hans í þágu þess ómetanlegt.

Önnur forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918–2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið þegar útgáfan hafði náð hámarki. Er þetta safn m.a. notað til að velja viðfangsefni tónleikanna. Öll útgáfa Jóns Kristins er til sýnis og sölu á öllum tónleikunum.

FRAM KOMA

Harpa Ósk Björnsdóttir

Sópran

Hanna Dóra Sturludóttir

Mezzosópran

Egill Árni Pálsson

Tenór

Unnsteinn Árnason

Bassi

Hrönn Þráinsdóttir

Píanó

Matthildur Anna Gísladóttir

Píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira