16. okt 12:15 – 13:00

Nordic Affect

Hinn rómaði tónlistarhópur Nordic Affect kemur fram á hádegistónleikum í Salnum og flytur tónlist sem hverfist um hafið, barokkverk og þjóðlög í bland. Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu en sérstakir gestir verða Ian Wilson blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og hvannarflautu.

Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur en hópurinn var stofnaður árið 2005. Gagnrýnendur innan lands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’ (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið). Nordic Affect hlaut tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2013 og var valinn tónlistarhópur ársins innan sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum ári síðar. Nordic Affect hefur jafnframt verið útnefndur sem Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar og var á árunum 2018-2020 staðarhópur Myrkra Músíkdaga.

Nordic Affect hefur frá stofnun 2005 komið fram á fjölda hátíða, þar á meðal TRANSIT Festival (BE), November Music (NL), Skaņu Mežs (LV), KLANG festival (DK), Ensems Festival (SP) og Estonian Music Days (EE). Hópurinn hefur jafnframt tvisvar haldið í tónleikaferð um Bandaríkin. Plötur Nordic Affect hafa verið gefnar út af Smekkleysu, Brilliant Classics, Musmap, Carrier Records, Sono Luminus og Øra Fonogram. Þær hafa hlotið frábæra dóma í erlendum tónlistarblöðum og m.a. ratað inn á lista yfir bestu plötur ársins hjá m.a. The Chicago Reader, 5:4, AnEarful, The Boston Globe, I Care if You Listen og The New Yorker.

Nordic Affect er styrkt af Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg.

Listrænn stjórnandi Nordic Affect er Halla Steinunn Stefánsdóttir.

Ljósmynd: Eva Schram.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira