Hljómplatan “Nóttin og þú” fangar íslenska stemningu sjötta áratugarins en þar hljóma lög Steingríms M. Sigfússonar í útsetningum Gísla Magna, sonarsonar Steingríms.
Gísli flytur þar helstu perlur Steingríms með úrvals hljómsveit og kynnir einnig fyrir hlustendum úrval laga Steingríms sem voru helst þekkt í afmörkuðum hlutum Vestfjarða.
Upplifið ball stemningu, sjávarþorparómantík og ljóma sjötta áratugarins með Gísla Magna og bandi.