Sumargleði Bíbíar og Mandólín

Brynhildur Björnsdóttir söngkona með meiru býður til söngtónleika í fordyri Salarins þar sem hún býður sumarið velkomið ásamt vinum sínum Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og stórgleðisveitinniMandólín. Á efnisskrá eru uppáhaldslög úr öllum áttum. Við sögu koma smellir eftir Spilverk þjóðanna, Moses Hightower, Kate Bush, Astor Piazzolla og Kurt Weill svo nokkur séu nefnd.
Tíbrá ’24-’25

Umsóknarfrestur rennur út 20. mars
Kvintettinn Kalais

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30. Kvintettinn Kalais er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagar munu leika tvö verk eftir Martial, flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist Divertissement eða Gletta, en hitt Missir […]
Síðdegisjazz með Rory og Sunnu

Rory Stuart og Sunna Gunnlaugs taka höndum saman á spennandi tónlistarstefnumóti í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart er búsettur í New York. Hann hefur hlotið frábæra dóma fyrir spilamennsku sína og verið nefndur einn besti […]
Söngkeppnin VOX DOMINI 2024

Úrslitakeppni í Salnum – Rödd ársins valin
Ég man þá tíð

Örn Árnason og Jónas Þórir flytja lög Sigfúsar Halldórssonar.
Síðdegisjazz með Olli Soikkeli og Birgi Steini

Hrífandi tónleikar með tveimur frábærum jazztónlistarmönnum
Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Hugleiðsla fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum felllur hugleiðslan niður. Við þökkum fyrir frábærar móttökur og áhugann sem þið hafið sýnt. Framhald á viðburðarröðinni er í skoðun.
Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir í fordyri Salarins. „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun (og jákvæð inngrip). Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og eiga stund út af fyrir sig. Hver tími er 30 mín og það er frítt inn. […]
Hugleiðsla

Hugleiðsla með Thelmu Björk Jónsdóttir á aðalsafni Bókasafns Kópavogs á föstudögum en þessa vikuna verðum við í Salnum vegna lokana á bókasafninu vegna framkvæmda. „Leggjum inn á andlega bankann.“ Gestir sitja á stólum og Thelma leiðir tímann í gegnum öndun, möntrur, tónheilun (og jákvæð inngrip). Tilgangurinn er að auka hamingjuna, virkja okkar innra ljós og […]
Vorið í Salnum
