30. mar 13:30

Í draumheimum

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir.

Áskrifta- og miðasala á Tíbrá er hafin. Áskriftarkort á átta magnaða Tíbrártónleika kostar aðeins 18.000 krónur.


Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara heillandi tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist í túlkun Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur, sópransöngkonu og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara.

Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar svo sem Franz Schubert, Jean Sibelius, Sergei Rachmaninov, Edvard Grieg og ABBA en tónlistin á það öll sammerkt að hverfast um drauma.

Á tónleikunum verða að auki frumflutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið að beiðni Ragnheiðar og Evu Þyri af þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og Sigurði Sævarssyni.

Eldri íslensk einsöngslög fá að sjálfsögðu líka sinn sess, meðal annars verða flutt lög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns, Jórunni Viðar og Sigfús Einarsson. Söngljóð verða í forgrunni en einnig hljóma þekkt einleiksverk sem lúta að draumum svo sem Träumerei eftir Robert Schumann og Liebestraum eftir Franz Liszt.

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall sem hefst klukkan 12:30. Aðgangur á tónleikaspjallið er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.

Deildu þessum viðburði

27. apr / kl. 13:30

18. maí / kl. 13:30

Sjá meira

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira