Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi

Skapandi sumarstörf í Kópavogi hafa nú klárað sitt átjánda starfsár og voru þar 25 ungmenni á aldrinum 20 -26 ára valin til að sinna listsköpun sinni í sumar. Verkefnin voru fjölbreytt að vanda og má þar nefna sviðsverk, tónlistarsköpun, bókaskrif, hönnun og fleira. Við bjóðum til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Salnum í Kópavogi þar sem afrakstur […]
Sundur (& Saman)

Nýbreytni, hljómræna, lýrík Splunkuný og ævintýralega spennandi tónlist fyrir harmonikku hljómar á þessum tónleikum. Jónas Ásgeir Ásgeirsson hefur vakið mikla eftirtekt á undanförnum árum fyrir einstök tök á harmonikkunni og ferskt og áhugavert efnisval. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistarflutning sinn og var valinn flytjandi ársins 2022 í flokki sígildrar og samtímatónlistar á […]
Upphaf (& endir)

Sameining, sólarlag, þróun Tvær kynslóðir framúrskarandi tónlistarmanna taka höndum saman á þessum tónleikum. Þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari eiga að baki náið samstarf í lífi og leik; Hrafnhildur Marta og Helga Bryndís eru mæðgur og Guðbjartur og Hrafnhildur Marta eru hjón. Hér stíga þremenningarnir í fyrsta sinn […]
Sigling (& Stormur)

Ljóðræna, andhverfa, speglun Dúplum dúó, skipað Björk Níelsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, hefur komið fram víða á undanförnum árum við frábærar undirtektir en dúóið var stofnað árið 2017. Á þessum tónleikum býður dúettinn upp á glænýja tónlist úr ólíkum áttum,en öll eru verkin samin fyrir hljóðheim Dúplum Dúó, rödd og víólu. Hér heyrum við Parasite […]
Ástir (& Ásláttur)

Dýnamík, tónlitun, kraftur Þrjú mögnuð tónverk frá 20. öld prýða efnisskrá þessara tónleika þar sem fram koma píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir og Romain Þór Denuit ásamt slagverksleikurunum Frank Aarnink og Kjartani Guðnasyni. Ballettinn Petrúska er eitt vinsælasta og áhrifamesta verk Igor Stravinskys og hljómar hér í glænýrri útsetningu Ernu Völu og Romain Þórs fyrir tvo […]
Barrokk (& Ballöður)

Ástríða, léttleiki, átök Hljómsveitin Tindra færir okkur dagskrá þar sem tvinnuð er saman hrífandi söng- og hjóðfæratónlist frá barokktímabilinu í bland við íslensk og erlend dægurlög. Tónlistin er flutt á barokkhljóðfæri. Viðfangsefnið er hinir mörgu tilfinningaþræðir ástarinnar, þessir þræðir tengja verkin saman. Á dagskránni eru verk eftir tónskáldin Monteverdi, Biber, Diego Oriz, Händel, Magnús Blöndal, […]
Taktur (& Tónfjöður)

Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson.
Lífið (& Lækurinn)

Þráhyggja, ástarsorg, dauði Benedikt Kristjánsson og Mathias Halvorsen eru báðir eftirsóttir tónlistarmenn um heim allan. Hér takast þeir á við hinn magnaða sönglagaflokk Die schöne Müllerin (Malarastúlkuna fögru) eftir Franz Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers. Hinn ungi og óharðnaði malarasveinn leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Hann fellur fyrir hinni fögru dóttur […]
Þegar sópran hittir tenór | Þá taka töfrar völdin

Agnes Thorsteins sópran, Omer Kobiljak tenór og píanóleikarinn Marcin Koziel halda tónleika í Salnum í Kópavogi undir nafninu „ Þegar sópran hittir tenór -þá taka töfrar völdin“ Þar munu þau flytja ítölsk og þýsk lög, dúetta og ljóð. M.a eftir Wagner, Mascagni, Tchaikovsky, Falvo og Respighi. Agnes Thorsteins sópran útskrifaðist með láði frá Tónlistarháskólanum í […]
Stúlkan með lævirkjaröddina

Fallegu dægurlagaperlurnar hennar Erlu Þorsteins Erla Þorsteins var ein ástsælasta söngkona 20. aldarinnar og var oft kölluð stúlkan með lævirkjaröddina, söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Þrátt fyrir það náði hún að gefa út fjölmargar smáskífur á þeim tíma […]
Sólófiðla í Salnum

Hulda Jónsdóttir flytur glæsileg einleiksverk fyrir fiðlu.
Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

Ný lög við ljóð Jóns úr Vör