21. maí 20:00

Púlsinn | AGLA & Flesh Machine

Salurinn
Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð í Salnum í Kópavogi!
2.500 kr.

Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð sem verður haldin í Salnum, Kópavogi í vor. Markmið Púlsins er að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri að koma fram á tónleikum í einum fallegasta tónleikasal landsins en jafnframt gefa þeim verkfæri og tól til þess að vinna í tónlistarferli sínum.

AGLA

Agla Bríet Bárudóttir er ung og upprennandi söngkona og lagahöfundur sem byrjaði nýlega að gefa út tónlist sem AGLA. Tónlistina semur hún í herberginu sínu á kassagítar og Juno-106 hljóðgervil sem hún elskar. Tónlistinni hennar má lýsa sem persónulegri popptónlist, singer-songwriter, alternative poppi með hjartnæmum textum sem segja sögur úr hennar lífi. Hún sækir mikinn innblástur í náttúruna og syngur á íslensku. AGLA vinnur eins og er með Baldvini Hlynssyni pródúsent.AGLA er á fullu að vinna í tónlist og má búast við nýju efni frá henni á árinu.

Flesh Machine

Flesh Machine er hugarfóstur stofnmeðlims sveitarinnar, Kormáks Jarls Gunnarssonar, sem samdi lögin um tíma sinn í tónlistarnámi í Berlín þar sem hann kljáist við mikinn kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Með hjálp vina og núverandi meðlima hljómsveitarinnar, Baldur Hjörleifsson, Jón G. Breiðfjörð, Viktor Árna Veigarssyni og Lukas Zurawski, hafa þeir tekið upp lög fyrir tilvonandi fyrstu plötu “The Fool”. Hlaut hljómsveitin mikla athygli og góðar undirtektir við fyrstu útgáfu fyrir lagið “F Is For Failing” árið 2023, m.a. Frá helsta tónlistargagnrýnanda á Yoututbe, Anthony Fantano, sem stjórnar Youtube rásinni The Needle Drop. Hljómaveitin hlaut árið 2024 verðlaun á Stockfish Film Festival fyrir tónlistarmyndband af laginu ,,Problems”, leikstýrt af Snæfríði Sól Gunnarsdóttur

Púlsinn

26.mars – Amor Vincit Omnia & Woolly Kind

9.apríl – HáRún & Laufkvist

21.maí – AGLA & Flesh Machine

Molinn er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára þar sem hægt að mæta og nota aðstöðuna á ýmsan hátt, til dæmis með að bóka stúdíó og vinna í tónlist, æfa sig á sviði, halda viðburði en einnig til að slaka á, læra eða hafa gaman. Molinn er einnig skipuleggjandi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sem fagna 20 ára starfsafmæli í sumar.

Deildu þessum viðburði

23. apr / kl. 20:00

27. apr / kl. 13:30

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01. apr / kl. 12:00

Sjá meira