Rory Stuart og Sunna Gunnlaugs taka höndum saman á spennandi tónlistarstefnumóti í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Jazzgítarleikarinn og tónskáldið Rory Stuart er búsettur í New York. Hann hefur hlotið frábæra dóma fyrir spilamennsku sína og verið nefndur einn besti núlifandi jazzgítarleikari heims í tímaritinu The Great Jazz Guitarists. Hann er sérstaklega áhugasamur um rytmíska möguleika í jazztónlist og er höfundur sex binda bókaflokks um rytma. Rory er handhafi fyrstu sameiginlegu Fulbright-verðlauna Grikklands og Íslands og er hér á landi þökk sé rausnarlegum stuðningi íslensku Fulbright-
nefndarinnar.
Sunna Gunnlaugsdóttir jazzpíanisti og tónskáld hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir tónlist sína allt frá því fyrsta plata hennar, Mindful var valin á meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Hún hefur haldið tónleika um víða veröld og komið fram á mörgum af helstu jazztónlistarhátíðum heims. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins 2015 og 2019.
–