Leikritið Tjarnarbotn er ævintýri um hina ungu Pálínu. Henni þykir rosalega gaman að vera í símanum og er oft utan við sig. Einn daginn dettur hún ofan í tjörnina í Reykjavík og ferðast í kjölfarið inn í töfraheiminn Tjarnarbotn. Þar hittir hún fjöruga fiska ásamt fangelsisstjóranum Ámundi áli. Megin þemu verksins eru vinátta, núvitund og hugrekki.
Verkið er ætlað fyrir börn á aldrinum 4-7 ára.
Flytjendur og höfundar verksins eru nemendur á leikarabraut við Listaháskóla Íslands. Þau sömdu tónlist, dansa, búninga, leikmynd og söguþráð verksins sjálf í barnaleikhúsáfanga í fyrrnefndum skóla undir handleiðslu Hannesar Óla Ágústssonar og Kristjönu Stefánsdóttur.