26. sep 20:00

Söngvar úr norðri og suðri

Salurinn
4.900 - 5.500 kr.

Föstudaginn 26. september næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn Ketilsson halda tónleika í Salnum. Á dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Francesco Paolo Tosti og Richard Wagner.

Kristinn Sigmundsson hefur haft söng að aðalstarfi síðan 1984. Fyrst hér heima, en frá árinu 1989 hefur hann að mestu starfað erlendis. Hann hefur komið fram í flestum stærstu óperuhúsum heims og hefur sungið á annað hundrað óperuhlutverka, þar á meðal flest stærstu bassahlutverk Wagners.


Kolbeinn Ketilsson hefur sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, m.a. titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Don Carlo, Parsifal, Tristan, Rienzi, Tannhäuser og Lohengrin. Hann hefur starfað með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel, Kurt Masur, Kent Nagano og Zubin Metha. Auk þess að syngja í óperum kemur Kolbeinn einnig reglulega fram á tónleikum sem ljóðasöngvari og einsöngvari í hljómsveitarverkum.


Matthildur Anna Gísladóttir lauk bakkalárnámi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í Royal Academy of Music í London þar sem hún lauk meistaranámi í meðleik árið 2009. Árið 2014 lauk Matthildur meistaranámi í óperuþjálfun frá Royal Conservatoire of Scotland (RCS). Þar var hún á fullum skólastyrk og hlaut James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Matthildur hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis sem erlendis og komið að óperuuppsetningum, m.a. hjá Kammeróperunni, Óperudögum, Íslensku óperunni, British Youth Opera, RCS, Scottish Opera og Lyric Opera Studio í Weimar. Matthildur starfar nú við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira