14. mar 20:00

Söngvaskáld | Bríet

Salurinn

Bríet er margverðlaunuð tónlistarkona best þekkt fyrir lögin sín Esjan, Feimin(n) og Rólegur kúreki. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem skrifar og flytur sín eigin lög, en hún hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Fyrsta breiðskífa Bríetar Kveðja, Bríet var valin Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann hún einnig í flokkunum Söngkona ársins og Textahöfundur ársins.
Bríet hefur verið að semja tónlist og koma fram síðan að hún var unglingur. Hún elskar að kanna tilfinningar og nota tónlistina til að tjá þær.

Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríks tónlistarfólks sem semur og spilar eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi tónleikaröð beinir athygli að slíku listafólki, varpar ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar og gefur þjóðþekktum lögum meiri dýpt.

Fram koma JóiPé x Króli, JFDR, gugusar, Emmsjé Gauti og Bríet.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira