12. okt 20:00

Sunnanvindur

Ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. 20% forsöluafsláttur til 19. september 2022 Almennt miðaverð 4.900 kr. miðaverð í forsölu 3.920 kr.
4.900 kr.

Gissur Páll Gissurarson er ekki einungis fyrirtaks tenór, heldur talar hann einnig reiprennandi ítölsku og hefur sérhæft sig í ítalskri tónlist og menningu eins og glöggt mun koma í ljós í Salnum. Á þessum suðrænu tónleikum flytja þau Gissur Páll og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari Þrjár sonnettur Petrarca eftir Franz Liszt, sönglög og aríur eftir Rossini, Donizetti og Händel. Þau klykkja svo út með tenóraríunum frægu E lucevan le stelle og Nessun Dorma eftir óperumeistarann Puccini.  

Syngjandi í Salnum er ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. Listrænn stjórnandi hennar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona. Í röðinni er boðið upp á söngtónleika með nokkrum af fremstu klassísku söngvurum Íslands. Hverjir tónleikar verða nokkurs konar ,,portrett“ tónleikar, sem gefa mynd af listamanninum. Á blandaðri efnisskránni er undirstöðuefnið oft íslenskur og erlendur ljóðasöngur ásamt óperuaríum. Tónleikaröðin býður upp á sjö tónleika yfir tónleikaárið 2022-2023.

FRAM KOMA

Gissur Páll Gissurarson

tenór

Matthildur Anna Gísladóttir

píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira