08. sep 15:00 – 16:30

Svanasöngur Schuberts

Baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson og píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz flytja Svanasöng, eitt af meistaraverkum Schuberts. 
3.900 - 4.500 kr.

Jóhann Kristinsson hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir söng sinn og í ár hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins innan sígildrar tónlistar. Ammiel Bushakevitz er margverðlaunaður og hefur skipað sér sess sem einn af eftirsóttustu ljóðameðleikurum heims. Hann kemur reglulega fram með mörgum af virtustu ljóðasöngvurum samtímans og kemur nú aftur til Íslands þess að halda tónleika með Jóhanni. Saman fluttu þeir Vetrarferð Schuberts í Salnum fyrir stuttu og hlutu einróma lof fyrir.

Svanasöngur eða Schwanengesang er meðal síðustu verka Franz Schuberts (1727 – 1828) en lögin voru gefin út í einni bók undir þessum titli 1829, örfáum mánuðum eftir andlát tónskáldsins. Höfundar ljóðanna eru þrír; þeir Ludwig Rellstab, Heinrich Heine og Johann Gabriel Seidl, enda hefur verið deilt um hvort um einn ljóðaflokk sé að ræða eða fleiri.

Schwanengesang D. 957

I. Liebesbotschaft
II. Kriegers Ahnung
III. Fruhlingssehnsucht
IV. Standchen
V. Aufenthalt
VI. In der Ferne
VII. Abschied
VIII. Der Atlas
IX. Ihr Bild
X. Das Fischermadchen
XI. Die Stadt
XII. Am Meer
XIII. Der Doppelganger
XIV. Die Taubenpost

Deildu þessum viðburði

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira