10. feb 20:00 – 22:00

UNA TORFA

er Söngvaskáld
5990 kr.

Aukatónleikar eftir stórkostlega tónleika í september ’23

Una Torfadóttir er næmur lagahöfundur þrátt fyrir ungan aldur. Með lögum sínum fjallar hún um lífið, ástina og allt það sem á vegi hennar verður á lífsleiðinni. Snarpar laglínur, fallegir textar og einstök nálgun hennar á lagasmíðar hafa skapað henni tón sem á sér engan sinn líkan í íslensku tónlistarlífi.  Una hefur komið víða fram síðan hún steig fram á sjónarsviðið. Hún hefur haldið fjölda tónleika um land allt og flutt tónlist sína í sjónvarpi. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Flækt og týnd og einmana, árið 2022 og hlaut Kraumsverðlaunin fyrir. Hún hlaut verðlaun fyrir söng ársins í flokknum popp- rokk- rapp og hipp hopp- og raftónlist á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2023.  

Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríkra tónlistarmanna sem semja og spila sín eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi nýja tónleikaröð mun beina athygli að þessum listamönnum, varpa ljósi á margvíslegar aðferðir listamanna við lagasmíðar og gefa þjóðþekktum lögum meiri dýpt sem fylgir því að heyra sögur af tilurð þeirra. 

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira