Skólakór Kársness
Kórinn flytur ýmsar vísur við rímnalög í fallegum útsetningum, þ.á.m. Þýtur í stráum sem Sigurður Rúnar Jónssson útsetti fyrir kórinn árið 2000. Kórinn er ekki bara þekktasti barnakór Kópavogs heldur einnig einn þekktasti barnakór landsins. Hann hóf göngu sína á haustdögum 1975, var Þórunn Björnsdóttir stofnandi hans og stjórnaði honum í marga áratugi. Þau hafa haldið marga tónleika innanlands sem utan og gefið út nokkrar plötur.
Stjórnandi kórsins er Álfheiður Björgvinsdóttir.
Sönghópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík
9 ára börn kveða afar fallega rímnalög við ýmsar skemmtilegar vísur m.a. eftir Þórarinn Eldjárn og erindi úr kvæðinu Bærinn minn eftir Stein Sigurðsson sem þau hafa lært í skólanum. Kolbrún Hulda Tryggvadóttir leiðir kveðskapinn.
Kvæðabarnafjelag Laufásborgar
Leikskólabörnin kveða af miklli fagmennsku og innlifun ýmsar fallegar og skemmtilegar vísur m.a. eftir Þórarinn Eldjárn við rímnalög sem þau hafa lært í leiksskólanum og hefur kvæðamaðurinn Steindór Andersen verið helsti lærifaðir þeirra í kveðskapnum. Fleiri kvæðamenn hafa einnig kveðið með börnunum þ.á.m. Bára Grímsdóttir. Kvæðabarnafjelag Laufásborgar var stofnað 8. mars 2023. Ari Hálfdán Aðalgeirsson leiðir kveðskapinn.
Aðgangur ókeypis