Eins og nafn tónleikanna gefur til kynna verður komið við á stöðum í tónlistinni sem eru eftirminnilegir í huga söngkonunnar. Fjallað stuttlega um hvert verk; af hverju það varð fyrir valinu og ástæðu þess að það er í uppáhaldi hjá Hönnu Dóru.
Syngjandi í Salnum er ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. Listrænn stjórnandi hennar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona. Í röðinni er boðið upp á söngtónleika með nokkrum af fremstu klassísku söngvurum Íslands. Hverjir tónleikar verða nokkurs konar ,,portrett“ tónleikar, sem gefa mynd af listamanninum. Á blandaðri efnisskránni er undirstöðuefnið oft íslenskur og erlendur ljóðasöngur ásamt óperuaríum. Tónleikaröðin býður upp á sjö tónleika yfir tónleikaárið 2022-2023.