04. maí 20:00 ~ 06. maí

Vor í Dal

Vortónleikar Karlakórs Kópavogs
3.500 - 4.000 kr.

Vor í dal er heiti á vortónleikum Karlakórs Kópavogs í ár og í anda þess mun kenna ýmissa
grasa á efnisskránni. Kópavogsskáldið Sigfús Halldórsson mun skipa veglegan sess en einnig
fá tónleikagestir að heyra af upplifunum, ævintýrum og tilfinningum sprottnum frá íslenskum
óbyggðum til fjarlægra landa, af ástarþrá, gleði, sorg og söknuði. Auk þess verða á dagskránni
klassísk karlakórslög og mun 60 manna kórinn láta reyna á innviði Salarins.


Grunninn að kórnum eins og hann er í dag lagði sá mikli meistari Garðar Cortes sem var
stjórnandi hans í tíu ár. Við sprotanum hefur tekið stórefnilegur ungur stjórnandi, Sigurður
Helgi.


Meðleikari kórsins er Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari.


Kórinn fær til sín góða gesti.
Birgir Stefánsson, tenór, og Bjarni Atlason, barítón, munu syngja einsöng með kórnum og
nýstofnaður söngkvartett mun gleðja eyru áheyrenda með léttum lögum úr smiðju
MA-kvartettsins fornfræga.


Kvartettinn skipa:
Þórhallur Auður Helgason, 1. tenór
Birgir Stefánsson, 2. tenór
Ólafur Freyr Birkisson, 1. bassi
Ragnar Pétur Jóhannsson, 2. bassi

Dagsetningar

04. maí

20:00

06. maí

15:00

Deildu þessum viðburði

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. okt / kl. 15:00

Sjá meira