Takk fyrir komuna!

Hátt í 3.000 gestir mættu á Vetrarhátíð í Kópavogi 2023.

Á þriðja þúsund gesta sóttu Vetrarhátíð í Kópavogi heim sem haldin var 3.-4. febrúar. Fjölbreytta og skemmtilega dagskrá var að finna í öllum menningarhúsunum og víðar í Kópavogi. Á vetrarhátíðinni var m.a. boðið upp á suðræna tónlist í Salnum með Los Bomboneros, Skólahljómsveit Kópavogs og Kraftgalla, Silent diskó, blöðrusmiðju og bókaspjall með Sigríði Hagalín og Jóni Kalman á Bókasafni Kópavogs, Vísindasmiðju HÍ og Sjónarspil ÞYKJÓ á Náttúrufræðistofu, sólarprentsmiðju og söngleiðsögn í Gerðarsafni og margt fleira. Hápunktur hátíðarinnar var án efa vörpun á ljóslistaverki Þórönnu Björnsdóttur á austurhlið Kópavogskirkju. Í myndbandsverkinu Tillit vann Þóranna úr nýjum upptökum af augum og augnatilliti tæplega hundrað Kópavogsbúa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

24.sep / kl. 13:30

27.sep / kl. 12:15

27.sep / kl. 20:00

28.sep - 26.okt / kl. 20:30

29.sep / kl. 20:00

30.sep / kl. 20:00

05.okt / kl. 20:30

07.okt / kl. 20:30

08.okt / kl. 13:30

13.okt / kl. 20:30

14.okt / kl. 20:00

19.okt / kl. 20:30

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR