„Stjarna er fædd“, sagði leikdómari Morgunblaðsins að lokinni frumsýningu á söngleiknum Elly þar sem Katrín Halldóra túlkaði lífshlaup söngkonunnar dáðu í leik og söng. Ekki leið svo á löngu þar til hún gaf út hljómplötu með lögum Jóns Múla Árnasonar í glænýjum útsetningum við góðar undirtektir. Það má því segja að austfirska prestsdóttirin hafi sérhæft sig í léttdjassaðri gullaldartónlist. Nokkuð víst þykir þó að fleiri músíkmolar leynist í pokanum.
Af fingrum fram er spjalltónleikaröð með Jóni Ólafssyni sem oftar en ekki nær gestum sínum á flug með söng, sögum og einstakri kvöldstund.
Uppselt var á fyrri tónleikana með Katrínu sem voru 2. febrúar 2023.