Í byrjun árs stóðu Örn Árnason og Jónas Þórir fyrir söngskemmtun í Salnum þar sem eldri borgurum í Kópavogi var boðið að hlýða á lög Sigfúsar Halldórssonar. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar, því hafa þeir félagarnir ákveðið að endurtaka leikinn.
Lög Sigfúsar verða aldrei of oft sungin. Hver smellurinn á fætur öðrum úr smiðju hans hafa fest sig í sessi sem dægurlög sem bæði ungir sem gamlir þekkja og vekja með okkur góðar minningar sem gott er að orna sér við. Lögin þekkja hvert mannsbarn á heldra róli og nýtur að syngja. Stiklað verður á stóru hjá Sigfúsi í tali og tónum og að sjálfsögðu munu allir syngja saman í lok dagskrárinnar.